„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 12:02 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Skeljungur Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður. Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður.
Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02
Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28