Innlent

Eldur í gámahúsum á Örfirisey

Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Atli Ísleifsson skrifa
Frá vettvangi í morgun. Tilkynning kom inn á borð slökkviliðs um klukkan átta í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Tilkynning kom inn á borð slökkviliðs um klukkan átta í morgun. Vísir/Arnar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámahúsi á Örfirisey í Reykjavík um klukkan átta í morgun. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn og þrír sjúkrabílar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Búið er að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu sem fréttastofa náði í. Um talsverðan eld hafi verið að ræða í einu smáhýsi fyrir heimilislausa.

Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að húsið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp. Lögregla og slökkvilið er þó enn að störfum á vettvangi.

Frá vettvangi.Vísir/Arnar

Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 9:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×