Hátt í 3000 eru látin eftir að stór jarðskjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka enn meira. Farið verður yfir stöðuna í fréttatímanum og rætt við íslenska konu sem er stödd á svæðinu.
Ný skýrsla ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi er falleinkunn fyrir greinina í heild. Þetta segir nefndarmaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Ríkisendurskoðandi segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Fjallað verður um skýrsluna í kvöldfréttum ásamt ýmsu öðru, svo sem útflutningsverðmæti hvalkjöts og gamlan draum Tómas Guðbjarssonar, læknis, sem rættist síðasta föstudag.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi og samtengdum rásum Bylgjunnar.