Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði héraðsdómur að ríkissáttasemjari fær aðgang að kjörskrá Eflingar. Fjallað verður ítarlega um deiluna í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30 og rætt við ríkissáttasemjara um stöðu mála.

Hátt í 3000 eru látin eftir að stór jarðskjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka enn meira. Farið verður yfir stöðuna í fréttatímanum og rætt við íslenska konu sem er stödd á svæðinu.

Ný skýrsla ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi er falleinkunn fyrir greinina í heild. Þetta segir nefndarmaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Ríkisendurskoðandi segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Fjallað verður um skýrsluna í kvöldfréttum ásamt ýmsu öðru, svo sem útflutningsverðmæti hvalkjöts og gamlan draum Tómas Guðbjarssonar, læknis, sem rættist síðasta föstudag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi og samtengdum rásum Bylgjunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.