Sport

Dagskráin í dag: Seinni bylgjan, Gametíví og ítalski boltinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Svava Kristín og Stefán Árni verða með Seinni bylgju kvenna og karla í kvöld.
Svava Kristín og Stefán Árni verða með Seinni bylgju kvenna og karla í kvöld. Stöð 2 Sport

Íslenski handboltinn verður fyrirferðamikill á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag en ítalski boltinn fær einnig sitt pláss.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:00 mætir Svava Kristín Grétarsdóttir ásamt sérfræðingum í Seinni bylgjunni og fer yfir síðustu umferð í Olís-deild kvenna í handknattleik. Að þættinum loknum verður sýnt beint frá viðureign Aftureldingar og Fram í Olís-deild karla.

Stefán Árni Pálsson og félagar taka svo við keflinu klukkan 21:10 með Seinni bylgjuna karlamegin og fara yfir þessa fyrstu umferð deildarinnar eftir HM pásuna.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20:00 verða Lögmál leiksins á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helst í NBA-deildinni.

Stöð 2 Sport 3

Tveir leikir í ítalska boltanum verða í beinni útsendingu í kvöld. Klukkan 17:20 hefst útsending frá leik Verona og Lazio og 19:35 verður sýnt frá viðureign Monza og Sampdoria.

Stöð 2 Esport

Strákarnir í Gametíví mæta á svæðið klukkan 20:00 og fara yfir allt það helsta í tölvuleikjaheiminum eins og þeim einum er lagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.