Innlent

Gul blikkandi ljós í höfuð­borginni valda vand­ræðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vatnselgurinn er ekki það eina sem veldur ökumönnum í Reykjavík vandræðum í dag.
Vatnselgurinn er ekki það eina sem veldur ökumönnum í Reykjavík vandræðum í dag. Vísir/Vilhelm

Umferðarljós á stórum gatnamótum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í ólagi nú á fjórða tímanum. Gult ljós blikkar í allar áttir og ökumenn vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Blaðamaður Vísis var á ferðinni eftir Miklubrautinni um þetta leyti. Svona var staðan á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og Grensásvegar auk fleiri minni gatnamóta.

Þegar blaðamaður var kominn vestan Skaftahlíðar virtist ekkert ama að ljósunum í þeim enda borgarinnar.

Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki heyrt af vandamálinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu hafði heyrt af ljósavandanum en ekkert heyrst af árekstrum. Er vonandi að flestir ökumenn hafi fundið út úr flækjunni sem ljósavandinn skapaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×