Fær bætur eftir að hafa fræst á sér handlegginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:54 Maðurinn slasaðist illa við vinnu og hlaut 20 prósenta varanlegan skaða. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur. Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur.
Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira