Kallar þetta heimskulegustu íþrótt í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 08:01 Sorin Comsa var orðinn margfaldur öðrum megin en tókst samt að halda út og vinna. Skjámynd/Youtube Keppni í kinnhestum þykir sænskum prófessor vera heimska í sinni tærustu mynd. Áhugi UFC mannsins Dana White hefur komið íþróttinni í sjónvarp í Bandaríkjunum og Svíar hafa áhyggjur af útbreiðslu hennar. Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund. Svíþjóð Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund.
Svíþjóð Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira