Lífið

Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún og Þórdís Björk fara með aðalhlutverk í Chicago.
Jóhanna Guðrún og Þórdís Björk fara með aðalhlutverk í Chicago. Samsett/ Ármann Hinrik

Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu.

Með aðal hlutverk fara Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Margrét Eir, Björgvin Franz Gíslason, Arnþór Þórsteinsson og Bjartmar Þórðarson. Með önnur hlutverk fara Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ahd Tamimi, Elma Rún Kristinsdóttir, Kata Vignisdóttir, Anita Þorsteinsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell.

Söngleikurinn Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til fjölda verðlauna. Chicago var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi.

Leikstjóri sýningarinnar er Marta Nordal, tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni, danshöfundur Lee Proud og um leikmynd sér Eva Signý Berger. Búningahönnuður er Björg Marta Gunnarsdóttir, um leikgervi sér Harpa Birgisdóttir, ljósahönnuður er Ólafur Ágúst Stefánsson, hljóðhönnuður er Sigurvald Ívar Helgason. Þýðingin er eftir Gísla Rúnar Jónsson.

Í myndaalbúminu hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá frumsýningu Chicago á Akureyri á föstudag. Margir ráðherrar og aðrir boðsgestir að sunnan þurftu að afboða sig á frumsýninguna á föstudag vegna veðurs.  Allar myndirnar tók Ármann Hinrik.

Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar

Fleiri fréttir

Sjá meira


×