Ömurlegt að upplifa sig sem útlending á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 13:30 Layfey Lín segir að hún elski að vera á Íslandi og þá sérstaklega að semja tónlist og taka upp myndbönd. Á rúntinum „Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi. Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira