Innlent

Guðni var með er Hrafn Sveinbjarnarson var dreginn til hafnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðni með kaffibolla að fylgjast með.
Guðni með kaffibolla að fylgjast með. Guðmundur St. Valdimarsson

Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu. 

Línu var komið fyrir á milli skipanna og gert ráð fyrir að þau verði komin inn á Ísafjarðardjúp í kvöld en verða ekki komin til hafnar fyrr en í fyrramálið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, en skipið átti að vera hluti af minningarathöfn vegna snjóflóðsins sem féll á Patreksfjörð fyrir fjörutíu árum.

Nú er í gangi minningarathöfn í Patreksfjarðarkirkju vegna krapaflóðanna sem féllu þar á sínum tíma. Kristján Arason er sóknarprestur þar.

Myndir frá björgunaraðgerðum má sjá hér fyrir neðan.

Draga þurfti togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar.Guðmundur St. Valdimarsson

Guðni Th. fylgist með. Guðmundur St. Valdimarsson

Skipið varð vélarvana um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi.Guðmundur St. Valdimarsson

Frá aðgerðum.Guðmundur St. Valdimarsson

Tengdar fréttir

Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.