Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 09:04 Matvælastofnun óttaðist að skaðvaldar gætu borist með sendingunni og fyrirskipaði að bolirnir skyldu endursendir eða þeim fargað. Ráðuneytið hafnaði þessu. Getty Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins. Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins.
Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira