„Trúum ekki öðru en að stærsta innigrein landsins fái pláss“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 12:32 Sólveig Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. vísir/Sigurjón Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, kallar eftir því að ráðamenn sýni að gert sé ráð fyrir fimleikum í nýju þjóðarhöllinni sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2025. Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig. Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig.
Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira