Innlent

Elds­voðinn reyndist rusla­brenna og slökkvi­liðið snýr við

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkviliðið sinnir að sjálfsögðu öllum útköllum og vaktstjóri segir að blessunarlega hafi engin hætta verið á ferðum.
Slökkviliðið sinnir að sjálfsögðu öllum útköllum og vaktstjóri segir að blessunarlega hafi engin hætta verið á ferðum. Vísir/Vilhelm

Ferðalangar hringdu í slökkviliðið á fimmta tímanum í dag og tilkynntu um eld rétt austan við Hvolsvöll í Rangárþingi eystra. Slökkviliðið sneri þó við á miðri leið þegar í ljós kom að um litla ruslabrennu væri að ræða.

Vaktstjóri hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu segir í samtali við fréttastofu að ferðalangar hafi séð opinn eld og hringt á slökkviliðið. Þeir hafi að sjálfsögðu brugðist skjótt við og ræst út mannskap. Á miðri leið hafi þó verið ljóst að engin hætta væri á ferðum.

Vaktstjóri segir slíkar tilkynningar ekki algengar en komi þó fyrir, gleymi menn að óska eftir leyfi fyrir brennu. Slökkviliðið heldur því heim á leið og málið fer yfir til lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×