Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri sagði í samtali við Vísi að málið væri til rannsóknar og kannað hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Aðgerðin væri á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki miðlægrar rannsóknadeildar.
Síðar kom fram í tilkynningu frá lögreglu að óskað hafi verið eftir aðstoð hennar klukkan 15:15 vegna manns í geðrofsástandi sem veifaði hníf. Lögreglan hafi í kjölfarið tryggt viðkomandi og komið honum í læknishendur.
Fréttin hefur verið uppfærð.