Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 15:00 Heilbrigðisfulltrúi hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. Vísir/Vilhelm Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“ Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“
Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20