Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2023 18:29 Bónorðið til Öldu var útpælt. Instagram „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. Alda Karen og unnusta hennar Katherine Lopez eru búsettar í New York en komu til Íslands í jólafrí og dvöldu hjá fjölskyldu Öldu á Akureyri. Á annan í jólum fóru Katherine og móðir Öldu í búð. Hálftíma síðar hringdu þær í Öldu, sögðust hafa fest bílinn í snjóskafli og báðu hana um að koma til þeirra með skóflu. Þegar Alda mætti á svæðið var öll fjölskyldan þar samankomin ásamt Katherine og búið að var raða upp kertaljósum í snjónum ásamt ljósaskilti með orðunum „Marry me.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Seinna kom í ljós að um úthugsaðan gjörning var að ræða. „Katherine var búin að vera að læra íslensku í heilt ár svo hún gæti borið upp bónorðið á mínu tungumáli. Fjölskyldan mín fékk síðan að vita af því einum og hálfum mánuði áður að hún ætlaði að biðja mín og mér finnst ótrúlegt að þau hafi náð að leyna þessu,“ segir Alda í samtali við Vísi. Alda og Katherine hafa verið saman í rúmt ár og segist Alda alls ekki hafa átt von á bónorði. En svarið var að sjálfsögðu já. „Auðveldasta já ævi minnar“ ritar Alda í færslu á facebooksíðu sinni. Alda Karen og Katherine hafa verið par í rúmt ár.Instagram Hamingjuóskum hefur ringt yfir parið á samfélagsmiðlum eftir að Alda greindi frá trúlofunni. Í samtali við Vísi segir Alda að 2023 byrji svo sannarlega vel. „Ég hefði ekki getað beðið um betri byrjun á nýju ári.“ Akureyri Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Alda Karen og unnusta hennar Katherine Lopez eru búsettar í New York en komu til Íslands í jólafrí og dvöldu hjá fjölskyldu Öldu á Akureyri. Á annan í jólum fóru Katherine og móðir Öldu í búð. Hálftíma síðar hringdu þær í Öldu, sögðust hafa fest bílinn í snjóskafli og báðu hana um að koma til þeirra með skóflu. Þegar Alda mætti á svæðið var öll fjölskyldan þar samankomin ásamt Katherine og búið að var raða upp kertaljósum í snjónum ásamt ljósaskilti með orðunum „Marry me.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Karen Hjaltali n (@aldakarenh) Seinna kom í ljós að um úthugsaðan gjörning var að ræða. „Katherine var búin að vera að læra íslensku í heilt ár svo hún gæti borið upp bónorðið á mínu tungumáli. Fjölskyldan mín fékk síðan að vita af því einum og hálfum mánuði áður að hún ætlaði að biðja mín og mér finnst ótrúlegt að þau hafi náð að leyna þessu,“ segir Alda í samtali við Vísi. Alda og Katherine hafa verið saman í rúmt ár og segist Alda alls ekki hafa átt von á bónorði. En svarið var að sjálfsögðu já. „Auðveldasta já ævi minnar“ ritar Alda í færslu á facebooksíðu sinni. Alda Karen og Katherine hafa verið par í rúmt ár.Instagram Hamingjuóskum hefur ringt yfir parið á samfélagsmiðlum eftir að Alda greindi frá trúlofunni. Í samtali við Vísi segir Alda að 2023 byrji svo sannarlega vel. „Ég hefði ekki getað beðið um betri byrjun á nýju ári.“
Akureyri Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira