„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 18:52 Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, telur að flugeldasalan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. Vísir/Vilhelm/Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn. Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn.
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði