Innlent

Fjórir í bíl sem valt á Þing­valla­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Þingvallavatn er ísilagt þessa dagana líkt en frost hefur verið mikið undanfarna daga.
Þingvallavatn er ísilagt þessa dagana líkt en frost hefur verið mikið undanfarna daga. vísir/Vilhelm

Enginn slasaðist þegar bíll sem fjóra um borð valt á Þingvallavegi í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tilkynning hafi borist um bílveltuna laust eftir klukkan níu í morgun.

„Fjórir voru í bifreiðinni þegar atvikið átti sér stað en engin meiðsli urðu. Bifreið er mikið skemmd eftir,“ segir í tilkynningunni.

Annars kemur fram að mjög rólegt hafi verið hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu það sem af sé degi. Flest verkefni lögreglu hafi snúið að aðstoðarbeiðnum, svo sem vegna veikinda, ölvunar og hálkuslysa, en einungis hafi verið um minniháttar mál að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×