Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað um rafmagnsleysið á Reyðarfirði sem hefur lamað samfélagið en ekki er búist við að rafmagn komi aftur á fyrr en í kvöld í fyrsta lagi. 

Þá ræðum við áfram málefni bráðamóttökunnar sem er að sligast undan álagi og er fólki nú bent á að hafa frekar samband við heilsugæsluna ef mögulegt er. 

Einnig heyrum við í sóttvarnalækni um hvort ástæða sé talin á því að krefjast kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum við komuna hingað til lands líkt og mörg lönd hafa nú ákveðið að gera. 

Að auki verður rætt við lækni um hættuna af flugeldum sem nú eru sprengdir í gríð og erg. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×