Innlent

Eldur í í­búðar­hús­næði og elds­neytis­þjófnaður meðal verk­efna lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vakt lögreglu í gærkvöldi og nótt virðist hafa verið nokkuð róleg.
Vakt lögreglu í gærkvöldi og nótt virðist hafa verið nokkuð róleg. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um eld í íbúðarhúsnæði. Mikið tjón varð á íbúðinni en ekkert á mönnum. 

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en engar frekari upplýsingar eru gefnar um atvikið.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um eignaspjöll á bifreið í póstnúmerinu 109 þar sem tvær rúður höfðu verið brotnar. Þá var tilkynnt um þjófnað á eldsneyti á bensínstöð í póstnúmerinu 110 og um þjófnað í verslun í póstnúmerinu 112.

Í miðborginni var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ekið var á ljósastaur en ökumaður flúði vettvang og fannst ekki. Nokkrum klukkustundum síðar hringdi hann hins vegar í lögreglu og vildi gefa sig fram.

Tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×