Búið er að loka vegum víða um land og er ekki búist við að lægðin gangi yfir landið fyrr en í kvöld.
Í höfuðborginni er búist við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur og er fólk minnt á að moka vel frá ruslatunnum.
Í Bandaríkjunum hafa tugir látið lífið í einum mesta snjóbyl síðustu ára og á enn að snjóa víða í dag.
Þá fjöllum við um skiladagana sem nú eru framundan en Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir frá fólki sem finnst tíminn til að skila jólagjöfunum vera heldur knappur.