Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 22:07 Maríanna kemst ekki leiða sinna í Hamraborginni vegna snjósins. Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún. Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir hefur notast við hjólastól síðan árið 2012. Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem hún greindist með MS-sjúkdóminn. Læknarnir höfðu að því talið hana vera með vefja-, liða- og slitgigt. Þegar mikill snjór er úti, líkt og raunin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, er erfitt fyrir hana að komast leiða sinna. Það kyngdi niður snjó á föstudaginn í síðustu viku og komst Maríanna ekki í búð fyrr en tveimur dögum síðar. Þá fékk hún fylgd í búðina. „Aðgengið að búðinni var til skammar og engan vegin boðlegt. Það var ófært fyrir eldri borgara, öryrkja og jafnvel fólk með börn,“ segir Maríanna í samtali við fréttastofu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Maríönnu koma sér og hjólastólnum í gegnum snjóinn. Klippa: Þarf að prjóna í gegnum snjóinn til að komast í búð Komið til skila en ekkert gert Á mánudeginum daginn eftir hringdi hún í skrifstofur Krónunnar og óskaði eftir því að gangstéttin fyrir utan verslunina yrði gerð aðgengileg fyrir alla. Henni var þá lofað að þeim skilaboðum yrði komið áfram. Hún reyndi næstu tvo daga að komast inn í verslunina en aldrei tókst það. „Svo í dag hringdi ég aftur í skrifstofur Krónunnar og eina sem þjónustufulltrúi þeirra bauðst til að gera eftir að hafa hlustað á mig var að segja aftur að hún skildi koma þessu áfram,“ segir Maríanna. Fékk að lokum nóg Hún var ekki sátt með þetta endurtekna svar og sagði þjónustufulltrúanum að þetta væri ekki nóg. Það að koma þessu áfram gerði ekki neitt fyrir einn né neinn. „Í dag fór ég í búðina loksins og bað um að fá að tala við yfirmann sem aldrei kom. Hann sendi ungan strák sem sagðist ætla að koma þessu áfram,“ segir Maríanna, ansi þreytt á að hafa fengið sama svarið þrisvar en aldrei væri neitt gert. Maríanna fékk því starfsmann Videómarkaðsins sem er við hliðina á Krónunni til að taka upp myndband af sér prjóna í gegnum snjóinn. Myndbandinu deildi hún síðan á Facebook til að vekja athygli á málinu. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum ofar í fréttinni. Uppfært klukkan 22:46: Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í tilkynningu til fréttastofu að forsvarsmönnum fyrirtækisins þyki það miður að skilaboð Maríönnu hafi ekki komist á áfangastað. Hún er innilega beðin afsökunar á þessu. „Aðgengismál eru okkur í Krónunni mikið hjartans mál og við munum því að sjálfsögðu ráðast í úrbætur svo að allir geti klakklaust klárað jólainnkaupin. Það verður allt klárt fyrir opnun á morgun,“ segir Guðrún.
Snjómokstur Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Veður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira