Þrjú íslensk stórstjörnulið á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 09:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppninni í Miami eins og margar stórar stjörnur kvenna megin. Instagram/@sarasigmunds Liðakeppni Wodapalooza CrossFit mótsins i Miami verður áhugaverðari með hverjum deginum enda bættist íslensk lið í hana annan daginn í röð. Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Sjá meira
Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Sjá meira