Þrjú íslensk stórstjörnulið á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 09:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppninni í Miami eins og margar stórar stjörnur kvenna megin. Instagram/@sarasigmunds Liðakeppni Wodapalooza CrossFit mótsins i Miami verður áhugaverðari með hverjum deginum enda bættist íslensk lið í hana annan daginn í röð. Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira