Innlent

Skag­firðingar þurfa á Hofs­ós til að komast í sund í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Sundlaugin í Varmahlíð er lokuð í dag.
Sundlaugin í Varmahlíð er lokuð í dag. Skagafjörður

Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki verða lokaðar í dag. Mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar og er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila.

Frá þessu segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar kemur einnig fram að sundlaugin á Hofsósi sé þó áfram opin.

„Áframhaldandi frostaspá er framundan og verður staðan varðandi lokanir endurmetin í samræmi við það.

Íbúar eru hvattir til að spara heitt vatn eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspotttum og plönum sem nota ekki afallsvatn.

Ástandið er sérstaklega slæmt á Sauðárkróki og hjá notendum Varmahlíðarveitu en tilmælunum er beint til allra notenda,“ segir á vef Skagafjarðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×