Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 18:06 Jón Ársæll Þórðarson, sjónvarpsmaður. Aðsend Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum. Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum.
Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira