„Mikill fjöldi er að taka smálán“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. desember 2022 18:40 Guðný Helena Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir marga leita til þeirra fyrir jólin. Vísir/Egill Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“ Hjálparstarf Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“
Hjálparstarf Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira