Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2022 22:20 Kim Andersson og Christoffer Svensson standa vörnina gegn Aroni Degi Vísir/Hulda Margrét Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira