Menning

For­sætis­ráð­herra steypir glæpa­sagna­kóngi af stóli

Jakob Bjarnar skrifar
Ef svo fer að ríkisstjórnin fellur þar Katrín engu að kvíða. Hennar bíður vís frami á sviði glæpasagnagerðar. Bók hennar og meðhöfundarins, Ragnars Jónassonar, er efst á Bóksölulista síðustu viku og hafa þau velt Arnaldi Indriðasyni, sem hefur árum saman verið þéttur fyrir á toppi Bóksölulistans. Nú stefnir í æsispennandi keppni milli þeirra hvort Reykjavík eða Kyrrþey Arnaldar verði efst þegar talið verður og árið allt undir.
Ef svo fer að ríkisstjórnin fellur þar Katrín engu að kvíða. Hennar bíður vís frami á sviði glæpasagnagerðar. Bók hennar og meðhöfundarins, Ragnars Jónassonar, er efst á Bóksölulista síðustu viku og hafa þau velt Arnaldi Indriðasyni, sem hefur árum saman verið þéttur fyrir á toppi Bóksölulistans. Nú stefnir í æsispennandi keppni milli þeirra hvort Reykjavík eða Kyrrþey Arnaldar verði efst þegar talið verður og árið allt undir.

Stórtíðindi þessa næst síðasta Bóksölulista fyrir jól eru þau að Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir hafa rutt Arnaldi Indriðasyni úr fyrsta sæti listans.

Nú er jólabókaflóðið að nálgast hápunkt sinn en þetta er það sem allt gengur útá á þessum tíma árs. Vísir birtir nú vikulegan Bóksölulist Félags íslenskra bókaútgefenda í næst síðasta skipti fyrir jól. Sá síðasti verður birtur þriðjudaginn 20. desember og æsast nú leikar, heldur betur.

Stefnir í æsispennandi slag um topp árslistans

„Samantektin var æsispennandi og það réðist ekki fyrr en við innlestur sölu frá síðasta söluaðila hvort Ólafur Jóhann, Arnaldur eða Ragnar og Katrín yrðu í fyrsta sæti. Það er mjótt á munum milli þessara þriggja, Arnaldur er þó enn á toppi mest seldu bóka ársins og það verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi þeirri stöðu að viku liðinni,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fibut, sérlegur sérfræðingur Vísis um allt sem tengist bóksölu.

Bryndís Loftsdóttir, sérfræðingur Vísis í öllu sem viðkemur bóksölu, segir að ýmislegt megi lesa úr fyrirliggjandi Bóksölulistum.vísir/Sigurjón

Bryndís segir fyrirliggjandi að þrátt fyrir firna sterkt fagurbókaár haldi lesendur tryggð sinni við glæpasöguna, fimm af tíu mest seldu skáldverkum vikunnar teljast til glæpasagna. 

„Haukur Már Helgason og Skúli Sigurðsson verða líklega nýliðar ársins. Tugthús Hauks hefur fengið einróma góða dóma og Stóri bróðir Skúla Sigurðssonar var á dögunum tilnefnd til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans,“ segir Bryndís og flettir í bókum sínum.

Birgitta stórveldisdrottning á Bóksölulistanum

Hún segir ævisagna-, fræði- og handbókalistann eins og árshátíð fjölbreytileikans. Harmsögur, brandarar, prjónabækur, fótbolti, mótorhjól og meira að segja tveir bankamenn af ólíkum toga, Jóhannes Nordal og Lárus Welding.

Og svo er það poppstjarnan Birgitta Haukdal sem hefur heldur betur gert sig gildandi á bóksölulistum frá því að hún tók að senda frá sér sínar vinsælu barnabækur. Hún ríkir áfram líkt og stórveldisdrottning á Bóksölulistanum. 

Birgitta Haukdal

„Hún á þrjár af tíu mest seldu bókunum það sem af er ári og fjórar af tíu mest seldu barnabókunum. Gunnar Helgason hefur þó náð vopnum sínum á ný og situr í fyrsta sæti barnabókalistans með ADHD bókina Bannað að ljúga. Ævar Þór nær ekki sama flugi og oft áður en þar er nú held ég frekar við titilinn en söguna að sakast. Það getur þurft öflugan bóksala til að sannfæra jafnvel barnungar ömmur landsins um að gefa glókollum sínum Drenginn með ljáinn í jólagjöf,“ segir Bryndís. 

En spennan hefur sjaldan verið meiri og um að gera að rýna í listana sem fyrirliggjandi eru því þar er eitt og annað forvitnilegt að sjá:


Bóksölulistinn  - mest seldu bækurnar 5.-11. desember 2022

Mest seldu bækurnar í öllum flokkum 5.-11. desember 2022

1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir

2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason

3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson

4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir

5. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring

6. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson

7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian

8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson

9. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

10. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson

12. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir

13. Hungur - Stefán Máni

14. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir

15. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson

16. Tímaflakkið - Bjarni Fritzson

17. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

18. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson

19. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir

20. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson


Skáldverk

1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir

2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason

3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson

4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir

5. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir

6. Hungur - Stefán Máni

7. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir

8. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir

9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson

10. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir

11. Tól - Kristín Eiríksdóttir

12. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir

13. Tugthúsið - Haukur Már Helgason

14. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir

15. Fjällbacka-serían : Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson

16. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir

17. Stóri bróðir - Skúli Sigurðsson

18. Gratíana - Benný Sif Ísleifsdóttir

19. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir

20. Opið haf - Einar Kárason


Ævisögur, fræði- og handbækur

1. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson

2. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson

3. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson

4. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson

5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu - Þorvaldur Friðriksson

6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarensen

7. Spítalastelpan- Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson

8. Glaðasti hundur í heimi - Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa

9. Fimmaurabrandarar 4 - Endursögn: Fimmaurabrandarafjelagið

10. Húðbókin - Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir, myndh. Hildur Ársælsdóttir

11. Prjónað á börnin – af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd.

12. Hetjurnar á HM - Illugi Jökulsson

13. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson

14. Bakað meira Með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir

15. Sjöl og teppi – eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson

16. Draugaslóðir á Íslandi - Símon Jón Jóhannsson, myndaritstjórn: Ívar Gissurarson

17. Uppgjör bankamanns - Lárus Welding

18. Lifað með öldinni - Jóhannes Nordal

19. Vegabréf: Íslenskt Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó - Sigríður Víðis Jónsdóttir

20. Skagfirskar skemmtisögur 6 : Fjörið heldur áfram - Björn Jóhann Björnsson


Barna- og unglingabækur

1. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring

2. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian

3. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi Út fyrir kassann - Bjarni Fritzson

4. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

5. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

6. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson

7. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson

8. Salka - Tímaflakkið - Bjarni Fritzson

9. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

10. Jólaföndur - rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið

11. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið

12. Dagbók Kidda klaufa 16 - Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson

13. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason

14. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates

15. Bóbó bangsi og jólin - Jólasaga með flipa til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson

16. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson og Anna M. Marinósdóttir, myndh. Jón B. Hlíðberg

17. Sofðu rótt, hugljúfar vögguvísur: Jón Ólafsson, Friðrik Dór, Hildur Vala, KK, myndh. Úlfur Logason

18. Jólasyrpa 2022 - Walt Disney

19. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson

20. 13 þrautir jólasveinanna - Óveður í aðsigi - Huginn Þór Grétarsson


Mest seldu bækur ársins: 1. janúar til 11. desember 2022

1. Kyrrþey ­ - Arnaldur Indriðason

2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir

3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson

4. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

5. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir

6. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson

7. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian

8. Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson

9. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan

10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson - Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring

11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson

12. Hanni granni dansari - Gunnar Helgason

13. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates

14. Hungur - Stefán Máni

15. Natríumklóríð - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson

16. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir

17. Dagbók Kidda klaufa 16 – Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson

18. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson

19. Jólaföndur – rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið

20. Lára fer á skíði - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra sækir að Arnaldi

Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×