Maðurinn er sagður hafa verið að áreita gesti, stolið af þeim og ekki viljað yfirgefa staðinn. Er maðurinn grunaður um brot á lögreglusamþykkt og var hann færður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns.
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum lögreglu í gærkvöldi og í nótt.
Um klukkan 20 var tilkynnt um innbrot í hús í hverfi 110 í Reykjavík þar sem húsráðandi hafði komið heim og þá hafi verið búið að brjótast inn í íbúð hans. Búið var að róta í öllum hirslum og stela fartölvu og fleiri verðmætum.
Í hverfi 109 í Reykjavík, Neðra-Breiðholti, voru afskipti höfð af manni vegna vörslu fíkniefna. Efnin voru haldlögð og skýrsla rituð.
Lögregla stöðvaði sömuleiðis nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.