Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 14:48 Hulda Elsa Björgvinsdóttir er aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/JóiK Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“ Lögreglan Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“
Lögreglan Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels