Jón Björn ekki vanhæfur til að ræða og greiða atkvæði um eigin ráðningu Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2022 14:48 Jón Björn Hákonarson var endurráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar að loknum sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðinn. Stöð 2/Einar Árnason Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var ekki vanhæfur til að taka þátt í umræðum í bæjarstjórn og greiða atkvæði um ráðningu á sér sjálfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent