Jón Björn ekki vanhæfur til að ræða og greiða atkvæði um eigin ráðningu Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2022 14:48 Jón Björn Hákonarson var endurráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar að loknum sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðinn. Stöð 2/Einar Árnason Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var ekki vanhæfur til að taka þátt í umræðum í bæjarstjórn og greiða atkvæði um ráðningu á sér sjálfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06