Lífið

Seinni að­gerðin gekk vel og Diego kominn heim

Atli Ísleifsson skrifar
Diego hefur verið fastagestur í verslunum 44 og Hagkaups í Skeifunni.
Diego hefur verið fastagestur í verslunum 44 og Hagkaups í Skeifunni. Hulda Sigrún

Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn aftur heim eftir að hafa dvalið á dýraspítala síðustu daga í kjölfar slyss sem hann lenti í á dögunum.

Eigandi kattarins, Sigrún Ósk Snorradóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðunni Spottaði Diego.

Sigrún Ósk segir að seinni aðgerðin, sem kötturinn hafi þurft að gangast undir, hafi gengið vel og að Diego sé enn að jafna sig. Hann sé þó „mjög glaður og mjög duglegur“.

„Nú er bara að dekra við hann og reyna að láta hann slappa af,“ segir Sigrún. Diego stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni þann 25. nóvember síðastliðinn. 

Margir kannast við Diego þar sem hann hefur um árabil vanið komur sínar í verslun Hagkaups í Skeifunni og verslun A4 þar sem hann hefst jafnan við á bunka af prentpappír.

Fjölmargir hafa sent Diego batakveðjur á síðustu dögum, meðal annars á Facebook-síðunni Spottaði Diego þar sem í eru um 10 þúsund manns. 

Fréttastofa heimsótti Diego á síðasta ári þar sem hann var staddur í verslun A4. Sjá má innslagið að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×