Páll Geirdal, skipherra, og Eiríkur Bragason, yfirstýrimaður, fara yfir leitarferla dagsins.Landhelgisgæslan
Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu.
Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá klukkan tíu i morgun, en þá tóku alls átta skip þátt í aðgerðum, varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk annarra skipa og báta. Fimm skip bættust við leitina eftir hádegi sem og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að skilyrði hafi verið ágæt í dag og að leitað hafi verið á stóru svæði um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga.
Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu.
Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.