„Ég fyllist stolti að sjá þessa fegurð og þetta fallega land, Kanada er mitt heimaland, viðurkenni að þegar maður horfir niður þá er þetta svo mikil upplifun og svo spennandi,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú Íslands sem var á meðal gesta.


„Áhorfendur kynnast afskekktum náttúruperlum sem hafa frá ómunatíð vakið hjá fólki ævintýrahug. Þú sérð undur Klettafjallanna frá sjónarhorni fulgsins fljúgandi og færð að heyra frásögn frumbyggja sem standa vörð um landið og sögu þess,“ segir um myndina Windborne í fréttatilkynningu frá Fly over Iceland.

„Við erum stolt af gæðum og boðaskap myndarinnar og erum þakklát fyrir þá gífurlegu aðsókn sem hefur verið til okkar síðan við opnuðum og erum ekki í nokkrum vafa um að Windborne eigi eftir að heilla Íslendinga. Ánægjulegt er að geta haldið áfram að bjóða Íslendingum og erlendum gestum að koma til okkar og upplifa nýja hluti sem koma á óvart,” segir Emilía Sigurðardóttir markaðsstjóri FlyOver Iceland.

„Myndin færir okkur mikilvægan boðaskap frá frumbyggjum Klettafjallanna , þeir biðja ekki um að hlutirnir komi fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á þeim heldur um styrk og þor til að framkvæma hlutina sjálfir. Þetta er lífspeki sem taka má sér til fyrirmyndar.“

Myndin er framleidd af FlyOver Productions, framleiðslufyrirtæki í eigu FlyOver Attractions.
Þú svífur um fjallasali, finnur lyktina af umhverfinu og nýtur hrífandi frásagnar um kanadísku Klettafjöllin.Myndin er sýnd í FlyOver Iceland sem of FlyOver í Vancouver og Las Vegas.

„Þetta er frábær upplifun, og svo skemmtileg leið til að upplifa áfangastaði,“ er haft eftir Sigríði Dögg Guðmundsdóttur fagstjóra Ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.
