Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 10:03 Næsta bíóár verður eitthvað! Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. Myndin virðist spanna langt tímabil á ævi Jones en Ford hefur verið gerður yngri með tæknibrellum í stórum hluta myndarinnar, eins og sjá má á stiklunni. Fyrir utan Harrison Ford, leika þau Rhys-Davies, Phoebe Waller-Bridge, Antonio Banderas, Shaunette, Toby Jones og Mads Mikkelsen í myndinn, auk annarra. Myndin verður frumsýnd þann 30. júní á næsta ári. Þó nokkrar áhugaverðar stiklur voru birtar í gær. Þar á meðal eru stiklur nýjustu myndarinnar um Ant Man, Guardians of the Galaxy og stikla nýrrar kvikmyndar um Transformers vélmennin. Fyrr í vikunni var svo birt stikla úr myndinni Babylon með þeim Brad Pitt og Margot Robbie. Þessar stiklur má sjá hér að neðan. Marvel birtir á næstunni þriðju myndina um hina mis-elskulegu Verjendur Vetrarbrautarinnar, þau Star-Lord, Drax, Rocket, Nebulu, Mantis og Groot. Kannski Gamoru líka. Í stiklunni sést líka Adam Warlock, sem leikinn er af Will Poulter. Ant-Man and the Wasp: Quantumania er nýjasta myndin í ofurhetju-söguheimi Marvel, en fyrirtækið birti í gær stiklu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í söguheiminum og hvernig það hefur leitt til nýjasta vonda kallsins, Kang The Conqueror, sem fyrst var kynntur til leiks í Disney + þáttunum um Loka. Nú styttist einnig í frumsýningu myndarinnar Transformers: Rise of the Beasts, einhverra hluta vegna. Eins og nafnið gefur til kynna byggir sú mynd á Beast Wars sögunni í söguheimi Transformers en þetta er sjöunda kvikmyndinni um vélmennin og er í raun framhald myndarinnar Bumblebee frá 2018. Þá var nýverið gefin út stikla fyrir myndina Babylon. Hún gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar að hluta um það þegar þöglu kvikmyndirnar voru að hverfa af sjónarsviðinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Myndin virðist spanna langt tímabil á ævi Jones en Ford hefur verið gerður yngri með tæknibrellum í stórum hluta myndarinnar, eins og sjá má á stiklunni. Fyrir utan Harrison Ford, leika þau Rhys-Davies, Phoebe Waller-Bridge, Antonio Banderas, Shaunette, Toby Jones og Mads Mikkelsen í myndinn, auk annarra. Myndin verður frumsýnd þann 30. júní á næsta ári. Þó nokkrar áhugaverðar stiklur voru birtar í gær. Þar á meðal eru stiklur nýjustu myndarinnar um Ant Man, Guardians of the Galaxy og stikla nýrrar kvikmyndar um Transformers vélmennin. Fyrr í vikunni var svo birt stikla úr myndinni Babylon með þeim Brad Pitt og Margot Robbie. Þessar stiklur má sjá hér að neðan. Marvel birtir á næstunni þriðju myndina um hina mis-elskulegu Verjendur Vetrarbrautarinnar, þau Star-Lord, Drax, Rocket, Nebulu, Mantis og Groot. Kannski Gamoru líka. Í stiklunni sést líka Adam Warlock, sem leikinn er af Will Poulter. Ant-Man and the Wasp: Quantumania er nýjasta myndin í ofurhetju-söguheimi Marvel, en fyrirtækið birti í gær stiklu þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta í söguheiminum og hvernig það hefur leitt til nýjasta vonda kallsins, Kang The Conqueror, sem fyrst var kynntur til leiks í Disney + þáttunum um Loka. Nú styttist einnig í frumsýningu myndarinnar Transformers: Rise of the Beasts, einhverra hluta vegna. Eins og nafnið gefur til kynna byggir sú mynd á Beast Wars sögunni í söguheimi Transformers en þetta er sjöunda kvikmyndinni um vélmennin og er í raun framhald myndarinnar Bumblebee frá 2018. Þá var nýverið gefin út stikla fyrir myndina Babylon. Hún gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar að hluta um það þegar þöglu kvikmyndirnar voru að hverfa af sjónarsviðinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning