VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 13:00 Orri Páll segir VG hafa sett nokkra fyrirvara við frumvarpið, sem hefur verið lagt fyrir þingið. Vísir Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG. Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG.
Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08
Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30
Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58