Desemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn Sigga Kling skrifar 2. desember 2022 06:01 Elsku Vatnsberinn minn, þú ert merki vonarinnar og viskunnar. Þú hefur alltaf haft það til hliðsjónar að þú viljir vinna með fólki eða við fólk og að gera eitthvað sem skiptir máli. Þér er búið að takast fullt af hlutum, en þú þarft líka að vita að lífið og hamingjan eru í hjarta þínu. Svo þú þarft ekki að fara út um allar trissur til að finna hamingjuna, því hamingjan ert þú. Þú átt ekki að sýna hlédrægni í neinu, heldur labba um hnarreistur og segja góðan daginn eða hæ, því lífið getur breyst með einu hæ-i. Marsmánuður er sá mánuður sem breytir mestu fyrir allan heiminn, því að þá fer það að sýna sig og sanna hvernig öld Vatnsberans verður. Allt er að breytast. nýjungar birtast á hverjum degi og þú skalt vera ánægður að taka þátt í þessari skrýtnu veröld. Ef þér líkar ekki vinnan þín eða það sem þú eyðir mestum tíma í, getur verið skóli eða samband, þá skaltu vita að næstu mánuðir gefa þér nýtt upphaf. Þú finnur að eitthvað af draumum þínum eru að byrja að rætast. Vertu sannur og heiðarlegur í viðskiptum, þá nærðu mestum árangri þar. Í þér blundar viðskiptaséní, svo þú skalt bara vekja séníið upp. Þú getur fengið svo marga með þér í lið að það er furðulegt. Þú hefur þessi heillandi áhrif að grjótharðasta fólk getur skipt um skoðun þegar þú útskýrir hvað þú ert að meina, hvað þú vilt og hvað þér finnst rétt, hafðu það hugfast. Í þessum myrka mánuði er merkilega gleði að finna, hún tengist því að vera meðal fólksins og að taka þátt í lífinu af fullri orku. Ef kraftur þinn hefur verið lélegur og þér finnst erfitt að taka skrefin sem þú þarft að taka, skaltu gjöra svo vel og finna út úr því sjálfur hvað getur verið að. Þú getur verið viðkvæmur fyrir allskyns lyktum, myglu og sykri og þá sérstaklega fyrir gervisætu. Þegar þú hefur hreinsað líkamann og fundið þetta út, þá færðu þinn gamla kraft. Ég vil benda ykkur á sem eru á lausu að tímabil daðurs og ástar er að smjúga inn í þennan tíma. En hins vegar ef þú ert í sambandi þá skaltu láta ástardaðrið alveg vera nema við maka þinn. Vegna þess að þú gætir brennt þig alvarlega og komið þér í vandræði sem erfitt er að leysa. Það er svo sérkennilegt að það er eins og fylgst sé með þér og þess vegna skaltu hafa það hugfast að vera alltaf í þeim gír að það sé eins og falin myndavél. Knús og kossar, Sigga Kling Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Þér er búið að takast fullt af hlutum, en þú þarft líka að vita að lífið og hamingjan eru í hjarta þínu. Svo þú þarft ekki að fara út um allar trissur til að finna hamingjuna, því hamingjan ert þú. Þú átt ekki að sýna hlédrægni í neinu, heldur labba um hnarreistur og segja góðan daginn eða hæ, því lífið getur breyst með einu hæ-i. Marsmánuður er sá mánuður sem breytir mestu fyrir allan heiminn, því að þá fer það að sýna sig og sanna hvernig öld Vatnsberans verður. Allt er að breytast. nýjungar birtast á hverjum degi og þú skalt vera ánægður að taka þátt í þessari skrýtnu veröld. Ef þér líkar ekki vinnan þín eða það sem þú eyðir mestum tíma í, getur verið skóli eða samband, þá skaltu vita að næstu mánuðir gefa þér nýtt upphaf. Þú finnur að eitthvað af draumum þínum eru að byrja að rætast. Vertu sannur og heiðarlegur í viðskiptum, þá nærðu mestum árangri þar. Í þér blundar viðskiptaséní, svo þú skalt bara vekja séníið upp. Þú getur fengið svo marga með þér í lið að það er furðulegt. Þú hefur þessi heillandi áhrif að grjótharðasta fólk getur skipt um skoðun þegar þú útskýrir hvað þú ert að meina, hvað þú vilt og hvað þér finnst rétt, hafðu það hugfast. Í þessum myrka mánuði er merkilega gleði að finna, hún tengist því að vera meðal fólksins og að taka þátt í lífinu af fullri orku. Ef kraftur þinn hefur verið lélegur og þér finnst erfitt að taka skrefin sem þú þarft að taka, skaltu gjöra svo vel og finna út úr því sjálfur hvað getur verið að. Þú getur verið viðkvæmur fyrir allskyns lyktum, myglu og sykri og þá sérstaklega fyrir gervisætu. Þegar þú hefur hreinsað líkamann og fundið þetta út, þá færðu þinn gamla kraft. Ég vil benda ykkur á sem eru á lausu að tímabil daðurs og ástar er að smjúga inn í þennan tíma. En hins vegar ef þú ert í sambandi þá skaltu láta ástardaðrið alveg vera nema við maka þinn. Vegna þess að þú gætir brennt þig alvarlega og komið þér í vandræði sem erfitt er að leysa. Það er svo sérkennilegt að það er eins og fylgst sé með þér og þess vegna skaltu hafa það hugfast að vera alltaf í þeim gír að það sé eins og falin myndavél. Knús og kossar, Sigga Kling
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira