„Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 16:00 Listakonan Áslaug Íris Katrín var að opna einkasýninguna Bergmál. Listval „Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu. Síðastliðinn föstudag opnaði Áslaug sýninguna Bergmál í Listval á Granda. „Á sýningunni kannar hún óhlutbundin form innan myndflatarins, þar sem negatíf og positíf form eru endurtekin milli verka þar sem þau mynda nýja myndbyggingu hverju sinni og taka á sig nýja merkingu, abstrakt innan abstraktsins,“ segir í fréttatilkynningu frá Listval. Mynd af einkasýningu Áslaugar sem ber nafnið Bergmál.Listval Lifði sig inn í listaverkin „Ég hef alltaf verið mjög sjónrænt hugsandi og með mikla rýmisskynjun og unni mér alltaf best við að teikna og mála. Ég var svona barn sem lifði mig inn í listaverkin á heimili ömmu minnar og afa, bjó til sögur út frá þeim og teiknaði upp eftir þeim,“ segir Áslaug um það hvenær áhugi hennar á list kviknaði fyrst. Grunnur að sýningunni Bergmál varð til fyrir þremur árum síðan.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug laðast að lifandi hefð óhlutbundins myndmáls sem gefur henni rými til þess að vinna með myndheim sinn á rökrænan hátt án fyrirfram gefins ramma. Við gerð sýningarinnar sótti hún meðal annars innblástur í eldri verk sín. Áslaug notast við ólíka miðla í listsköpun sinni og má þar nefna grjót, steinefni, blýant, vatnsliti og málningu.Listval Síbreytileg endurtekning „Ég dró fram nokkur pappírsverk sem ég hafði stungið ofan í skúffu fyrir þrem árum síðan og ákvað að vinna sýninguna áfram út frá þeim. Myndbyggingin er fengin frá eldra vatnslitaverki eftir mig þar sem ég dreg fram form verksins og leik mér að þeim í endurtekningu en þó með síbreytilegum hætti. Grunnur sýningarinnar varð sem sagt til fyrir rúmum þremur árum síðan en ég byrjaði svo markvisst að vinna að sýningunni núna í haust.“ Meðal verka á sýningunni Bergmál.Listval Teningar við aðra menningu Í fréttatilkynningu frá Listval kemur meðal annars fram að Áslaug vinni með tungumál lita, efnisvals og myndbyggingar, frekar en bókstaflegar myndlíkingar. „Merkingin er fólgin í forminu og í efnisvali. Grjót, steinefni, blýantur, vatnslitir og málning eru allt efnisþættir sem Áslaug nýtir sér í verkum sínum og á sér einnig hliðstæðu í náttúrunni.“ Þá segir einnig að litaval hennar sé ákveðið og skýrt en að baki liggur tungumál hins óhlutbundna sem er alþjóðlegt og byggir á sammannlegum tilfinningum, næmni okkar og innsæi. Rætur Áslaugar hafa mótað hana og hennar listsköpun.Kristín S. Pétursdóttir „Eitt af því sem ég held að hafi haft mikil áhrif á sjálfsmynd mína og þar af leiðandi myndlistina mína er að hafa alist upp með tengingar til annarra landa og annarrar menningar,“ segir Áslaug og bætir við: „Partur af fjölskyldu minni tengist Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi og mér hefur alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju og mína heimsmynd. Ég leyfi mér að ferðast lengra í huganum og vinna með efnivið og „element“ sem mér þætti kannski annars ekki vera mitt að vinna með.“ Eitt af verkum Áslaugar sem er á sýningunni en litaval Áslaugar er ætíð ákveðið og skýrt.Kristín S. Pétursdóttir Stór og smá verkefni á döfinni Sýningin Bergmál er opin föstudaga og laugardaga á milli klukkan 13:00 og 16:00 í Listval Granda sem er staðsett við Hólmaslóð 6. Einnig er hægt að heimsækja sýninguna utan auglýsts opnunartíma eftir samkomulagi við Áslaugu sjálfa eða starfsfólk Listval. Sýningin Bergmál stendur til 17. desember næstkomandi.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug opnaði aðra einkasýningu á dögunum í Neskirkju. „Hún nefnist Skil | Skjól og stendur yfir til 21. febrúar. Svo eru alls konar spennandi verkefni framundan á nýju ári, stór og smá.“ Myndlist Menning Tengdar fréttir Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 „Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
Síðastliðinn föstudag opnaði Áslaug sýninguna Bergmál í Listval á Granda. „Á sýningunni kannar hún óhlutbundin form innan myndflatarins, þar sem negatíf og positíf form eru endurtekin milli verka þar sem þau mynda nýja myndbyggingu hverju sinni og taka á sig nýja merkingu, abstrakt innan abstraktsins,“ segir í fréttatilkynningu frá Listval. Mynd af einkasýningu Áslaugar sem ber nafnið Bergmál.Listval Lifði sig inn í listaverkin „Ég hef alltaf verið mjög sjónrænt hugsandi og með mikla rýmisskynjun og unni mér alltaf best við að teikna og mála. Ég var svona barn sem lifði mig inn í listaverkin á heimili ömmu minnar og afa, bjó til sögur út frá þeim og teiknaði upp eftir þeim,“ segir Áslaug um það hvenær áhugi hennar á list kviknaði fyrst. Grunnur að sýningunni Bergmál varð til fyrir þremur árum síðan.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug laðast að lifandi hefð óhlutbundins myndmáls sem gefur henni rými til þess að vinna með myndheim sinn á rökrænan hátt án fyrirfram gefins ramma. Við gerð sýningarinnar sótti hún meðal annars innblástur í eldri verk sín. Áslaug notast við ólíka miðla í listsköpun sinni og má þar nefna grjót, steinefni, blýant, vatnsliti og málningu.Listval Síbreytileg endurtekning „Ég dró fram nokkur pappírsverk sem ég hafði stungið ofan í skúffu fyrir þrem árum síðan og ákvað að vinna sýninguna áfram út frá þeim. Myndbyggingin er fengin frá eldra vatnslitaverki eftir mig þar sem ég dreg fram form verksins og leik mér að þeim í endurtekningu en þó með síbreytilegum hætti. Grunnur sýningarinnar varð sem sagt til fyrir rúmum þremur árum síðan en ég byrjaði svo markvisst að vinna að sýningunni núna í haust.“ Meðal verka á sýningunni Bergmál.Listval Teningar við aðra menningu Í fréttatilkynningu frá Listval kemur meðal annars fram að Áslaug vinni með tungumál lita, efnisvals og myndbyggingar, frekar en bókstaflegar myndlíkingar. „Merkingin er fólgin í forminu og í efnisvali. Grjót, steinefni, blýantur, vatnslitir og málning eru allt efnisþættir sem Áslaug nýtir sér í verkum sínum og á sér einnig hliðstæðu í náttúrunni.“ Þá segir einnig að litaval hennar sé ákveðið og skýrt en að baki liggur tungumál hins óhlutbundna sem er alþjóðlegt og byggir á sammannlegum tilfinningum, næmni okkar og innsæi. Rætur Áslaugar hafa mótað hana og hennar listsköpun.Kristín S. Pétursdóttir „Eitt af því sem ég held að hafi haft mikil áhrif á sjálfsmynd mína og þar af leiðandi myndlistina mína er að hafa alist upp með tengingar til annarra landa og annarrar menningar,“ segir Áslaug og bætir við: „Partur af fjölskyldu minni tengist Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi og mér hefur alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju og mína heimsmynd. Ég leyfi mér að ferðast lengra í huganum og vinna með efnivið og „element“ sem mér þætti kannski annars ekki vera mitt að vinna með.“ Eitt af verkum Áslaugar sem er á sýningunni en litaval Áslaugar er ætíð ákveðið og skýrt.Kristín S. Pétursdóttir Stór og smá verkefni á döfinni Sýningin Bergmál er opin föstudaga og laugardaga á milli klukkan 13:00 og 16:00 í Listval Granda sem er staðsett við Hólmaslóð 6. Einnig er hægt að heimsækja sýninguna utan auglýsts opnunartíma eftir samkomulagi við Áslaugu sjálfa eða starfsfólk Listval. Sýningin Bergmál stendur til 17. desember næstkomandi.Kristín S. Pétursdóttir Áslaug opnaði aðra einkasýningu á dögunum í Neskirkju. „Hún nefnist Skil | Skjól og stendur yfir til 21. febrúar. Svo eru alls konar spennandi verkefni framundan á nýju ári, stór og smá.“
Myndlist Menning Tengdar fréttir Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 „Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32
„Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00