Innlent

Óvissustigi á Austurlandi aflýst

Árni Sæberg skrifar
Íbúar Austurlands, og sérstaklega Seyðisfjarðar, geta nú andað léttar.
Íbúar Austurlands, og sérstaklega Seyðisfjarðar, geta nú andað léttar. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember.

Ákvörðun ríkislögreglustjóra er tekin í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, að því er segir í fréttatilkynningu frá almannavörnum.

Þar segir að grunnvatnsstaða hafi víða verið há á Austurlandi og áframhaldandi rigningu verið spáð þegar óvissustig var sett á.

Frá því á föstudaginn hafi vatnsyfirborð lækkað í borholum og veðurspá geri ráð fyrir því að þurrt verði á Austurlandi í dag og þriðjudag. Á miðvikudag sé spáð rigningu, mest á sunnanverðum Austfjörðum, þar sem úrkoma gæti orðið rúmir fimmtíu millimetrar til fjalla. Frá fimmtudegi og fram yfir helgi sé spáð lítilli úrkomu.

„Áfram þarf að fylgjast vel með aðstæðum á meðan grunnvatnsstaða er há. Lítil skriðuvirkni hinsvegar, minnkandi hreyfing og lækkandi grunnvatnsstaða þar sem hún er mæld verður til þess að óvissustigi er nú aflétt,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Staðan á Seyðis­firði mun betri núna en fyrir tveimur árum

Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að óvissuástand vegna skriðuhættu verðu áfram í gildi fram yfir helgi. Minna hafi rignt en búist var við og staðan mun betri en þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tveimur árum.

Ó­­vissu­­stigi al­manna­varna lýst yfir á Austur­landi

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.