Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk allt of flókið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 19:30 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir Reykjavík ekki standa sig þegar kemur að framboði af lóðum. Þá sé allt regluverk í kringum nýbyggingar óskilvirkt. Vísir/Sigurjón Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann.
Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira