Samkvæmt tölfræðinni hjá Menntamálastofnun völdu 568 manns Verzlunarskólann sem sitt fyrsta val nú í haust, á meðan MR er í 8. sæti, með 218 umsóknir í fyrsta val. Einnig fæst séð á tölfræðinni að fleiri en 100 nýnemar sem settu Versló í fyrsta sæti, voru tilbúnir að sætta sig við MR sem annað val. Þannig að fólk sem vildi fara í Versló endaði í MR af því að það komst ekki inn í Versló.
Þátturinn birtist á miðvikudaginn var, en viðtalið við Verzlinga hefst í innslaginu hér að ofan á fjórtándu mínútu.

Sífellt fleiri sækja þá um inngöngu í Kvennaskólann, sem er orðinn annar eftirsóttasti bóknámsskólinn. 205 nemendur komust inn í Kvennó í haust en kynjaskiptingin í hópnum er markverð. Segja má að skólinn beri nafn með rentu, en á móti 53 piltum sem komust inn, komust 152 stúlkur.