Lífið

Fóru hörðum orðum um MR

Snorri Másson skrifar

Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari.

Samkvæmt tölfræðinni hjá Menntamálastofnun völdu 568 manns Verzlunarskólann sem sitt fyrsta val nú í haust, á meðan MR er í 8. sæti, með 218 umsóknir í fyrsta val. Einnig fæst séð á tölfræðinni að fleiri en 100 nýnemar sem settu Versló í fyrsta sæti, voru tilbúnir að sætta sig við MR sem annað val. Þannig að fólk sem vildi fara í Versló endaði í MR af því að það komst ekki inn í Versló.

Þátturinn birtist á miðvikudaginn var, en viðtalið við Verzlinga hefst í innslaginu hér að ofan á fjórtándu mínútu.

Verzlingarnir Lilja Kristinsdóttir og Skúli Ásgeirsson hika ekki þegar þau eru spurð hvor skólinn sé betri, MR eða VÍ. Orðfærið er varla til að hafa eftir og vísast til innslagsins hér að ofan.Vísir/Egill

Sífellt fleiri sækja þá um inngöngu í Kvennaskólann, sem er orðinn annar eftirsóttasti bóknámsskólinn. 205 nemendur komust inn í Kvennó í haust en kynjaskiptingin í hópnum er markverð. Segja má að skólinn beri nafn með rentu, en á móti 53 piltum sem komust inn, komust 152 stúlkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×