Þau hafa verið saman frá árinu 2005 þegar hún var 17 ára og hann tvítugur og ekki verið aðskilinn síðan. Þau giftu sig á aðfangadag fyrir fjórum árum, eftir þrettán ára samband.
„Við erum bæði að vinna í okkar sambandi á fullu og þess vegna er sambandið mjög gott í dag og þess vegna veit ég að við verðum saman til æviloka,“ segir Rikki.

Hann segir að þau hafi lengi ætlað sér að eignast annað barn saman en það hafi ekki gengið eftir.
Hún er að gera þetta fyrir mig
„Við erum búin að vera saman í átján ár og þú sérð að við erum bara með eitt barn og ástæðan fyrir því að það er vandamál hjá mér. Til þess að eignast annað barn er það þannig að hún var með ofvirkan skjaldkirtil og til þess að hún megi fara í tæknifrjóvgun var það þannig að hún þurfti að láta taka úr sér skjaldkirtilinn og þarf að vera á lyfjum til æviloka. Við erum að fara í þetta núna þegar hún er búin að stemma af lyfin. Pældu í því að taka úr sér líffæri til að geta eignast annað barn með mér og hún er að gera þetta fyrir mig. Það er ekkert vandamál hjá henni, eða hún er að gera þetta fyrir okkur. Þegar þú sérð svona þá veistu að þú vilt ekkert vera með annarri manneskju.“
Umræðan um samband Rikka og Valdísar hefst þegar 33 mínútur eru liðnar af þættinum.