Sara gefur sín fjögur bestu ráð: Vill að konur hrósi konum og sýni vöðvana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir gaf sín bestu ráð í tímaritsviðtali á dögunum. Instagtram/@wit.fitness Sara Sigmundsdóttir undirbýr sig nú fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem margir vonast eftir því að sjá hana yfirvinna endanlega erfið hnémeiðsli og komast aftur í hóp þeirra bestu í heimi. Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira