Lífið

Snoop Dogg er mættur í gælu­dýra­bransann

Elísabet Hanna skrifar
Snoop Dogg er mættur í gæludýrabransann.
Snoop Dogg er mættur í gæludýrabransann. Getty/Jordan Naylor

Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að fara í gæludýrabransann með nýju Snoop Doggie Doggs línunni sinni sem hann hannaði sjálfur.

Þrátt fyrir að nafnið á vörulínunni sé leikur að orðum í tengslum við nafn kappans er einnig í boði varningur fyrir ketti. „Ef að hundarnir mínir eru ekki ferskir er ég ekki ferskur,“ segir hann um innblásturinn fyrir línuna. Hann segir að útlit hundanna sinna endurspegli hann sjálfan og því þurfi þeir að koma vel fyrir.

Skjáskot af vörulínunni á Amazon.Skjáskot/Amazon

Línan er byggð upp í kringum lífsstíl rapparans og geta gæludýrin nú klæðst flíkum í anda Snoop Dogg. Einnig verður hægt að kaupa hafnarboltahúfur á dýrin með áföstum fléttum líkt og rapparinn ber á höfði sér. Það er ekki aðeins um fatalínu að ræða því einnig er hægt að kaupa ýmsa aukahluti líkt og rúm, ólar, skálar og bangsa.


Tengdar fréttir

Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube

Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.