Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:42 Snoop Dogg er einn framleiðandi þáttanna. Vísir Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi. Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi.
Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira