Lífið

Ágengur fílsungi truflaði fréttamann

Samúel Karl Ólason skrifar
Fílsungi

Fréttamaður KBC í Kenía var í sakleysi sínu að taka upp sjónvarpsfrétt um athvarf fyrir fíla í Naíróbí. Alvin Kaunda var að taka upp frétt þar sem hann fjallaði um ágengi fólksins og hvað hún hefði komið niður á fílum Afríku, þegar ágengan fílsunga bar að garði.

Umrætt athvarf er eingöngu fyrir fílsunga sem hafa orðið viðskila við foreldra sína eða foreldrar þeirra hafa verið drepnir.

Á meðan Kaunda var að taka upp „laumaðist“ fílsunginn Kindani aftan að honum. Kindani virtist mjög áhugasamur um Kaunda og úr varð mjög fyndið atvik.

Athvarfið birti myndband af þessari truflun á Instagram á mánudaginn en það hefur verið í mikilli dreifingu á netinu síðan þá.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.