Innlent

Funda með íbúum vegna mikillar úrkomu

Árni Sæberg skrifar
Í byrjun síðasta árs féllu miklar aurskriður á Seyðisfjörð.
Í byrjun síðasta árs féllu miklar aurskriður á Seyðisfjörð. Stöð 2/Egill

Sveitarstjórn Múlaþings hefur boðað til íbúafundar með íbúum Seyðisfjarðar vegna mikillar úrkomu undanfarinna daga.

Fundurinn verður haldinn klukkan 16:30 á morgun í gegnum fjarfundaforritið Teams og íbúar eru hvattir til þess að mæta með því að fara inn á vefsíðu Múlaþings.

Á fundinum mun Veðurstofa Íslands halda framsögu, fara yfir úrkomuspá næstu daga, kynna vöktun sem er í hlíðum og svara spurningum íbúa. Á fundinum verða einnig fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglu.

Á vef Veðurstofunnar segir að síðasta sólarhring hafi úrkoma verið 22 millimetrar á Seyðisfirði og að vel sé fylgst með svæðinu. Næstu tvo daga megi gera ráð fyrir rigningu á Seyðisfirði en mestri úrkomuákefðinni er spáð í kvöld á milli kl. 20 og 01 þegar spáin gerir ráð fyrir allt að þremur til fimm millimetra ákefð á klukkustund en allt að 10 millimetra ákefð á klukkustund til fjalla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×