Notar mest kollótta hrúta á fengitímanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2022 23:04 Jóhann og Jóna Guðrún eiga svo von á 1900 til 2000 lömbum vorið 2023 en það ræðst þó af því hvað hrútarnir standa sig vel á fengitímanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í fjárhúsum landsins þessa dagana en ástæðan fyrir því er einföld, fengitíminn er að hefjast. Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira