Fyrsta staðfesta smit BPIV3 Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 13:09 Veiran veldur ekki sýkingum í fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Veiran BPIV3 (Bovine Parainfluenza Virus 3) greindist nýlega í nautgripum í fyrsta skiptið hér á landi. Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. Ekki er ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða. Veiran veldur ekki sýkingum í fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stefnt sé að kanna útbreiðslu veirunnar á næstunni. Veiran greindist í kúabúi á Norðurlandi eystra þar sem kýr voru bæði með skitu og einkenni í öndunarfærum á sama tíma. Sýni voru tekin og rannsökuð með tilliti til ýmissa veira. Sýnin voru jákvæð hvað varðar mótefni gegn BPIV3. BPIV3 er landlæg í nautgripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfirleitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Sjúkdómseinkennin í gripunum á þeim bæ sem sýkingin greindist á hér, voru aðallega þurr hósti, mæði við áreynslu og blóðnasir. Einkennin voru vægari í kálfunum en kúnum. Veikindin gengu yfir á nokkrum vikum. Mikilvægt er fyrir bændur og alla sem starfa sinna vegna koma inn á kúa- og nauteldisbú að gæta ávallt vel að sóttvörnum. Mikilvægustu liðirnir til að draga úr áhættu á smitdreifingu eru að klæðast hreinum hlífðarfatnaði og þvo sér vel. Veiran veldur ekki sýkingum í fólki og hefur ekki áhrif á heilnæmi mjólkur og kjöts. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stefnt sé að kanna útbreiðslu veirunnar á næstunni. Veiran greindist í kúabúi á Norðurlandi eystra þar sem kýr voru bæði með skitu og einkenni í öndunarfærum á sama tíma. Sýni voru tekin og rannsökuð með tilliti til ýmissa veira. Sýnin voru jákvæð hvað varðar mótefni gegn BPIV3. BPIV3 er landlæg í nautgripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfirleitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Sjúkdómseinkennin í gripunum á þeim bæ sem sýkingin greindist á hér, voru aðallega þurr hósti, mæði við áreynslu og blóðnasir. Einkennin voru vægari í kálfunum en kúnum. Veikindin gengu yfir á nokkrum vikum. Mikilvægt er fyrir bændur og alla sem starfa sinna vegna koma inn á kúa- og nauteldisbú að gæta ávallt vel að sóttvörnum. Mikilvægustu liðirnir til að draga úr áhættu á smitdreifingu eru að klæðast hreinum hlífðarfatnaði og þvo sér vel. Veiran veldur ekki sýkingum í fólki og hefur ekki áhrif á heilnæmi mjólkur og kjöts.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira