Guðrún Veiga snúin aftur: „Fótunum var kippt undan manni á núll einni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:11 Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram eftir þriggja vikna fjarveru. Vísir/Daníel Guðrún Veiga er komin aftur á Instagram, mörgum til mikillar gleði en hún lenti í þeirri leiðinlegu reynslu fyrir rúmum þremur vikum að aðgangur hennar á Instagram og Facebook var hakkaður og hún læst úti. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram. Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en þegar aðgangi hennar var læst voru fylgjendur hennar um þrjátíu þúsund talsins. Hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur við að endurheimta aðganginn en ekki haft erindi sem erfiði. Hún tók ákvörðun í gær um að stofna nýjan aðgang. Í samtali við fréttastofu segist Guðrún Veiga þó ekki vera búin að gefa endanlega upp vonina um að komast aftur yfir gamla aðganginn. „Þetta er reikningur sem var orðinn tíu ára. Það er endalaust af efni þarna,“ segir Guðrún Veiga en hún hefur starfað sem áhrifavaldur í um átta ár. „Allt sem maður hefur verið að möndla við í mörg ár, það er bara farið. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Svamlandi í drullupolli Að sögn Guðrúnar Veigu hafa samskipti við Meta, fyrirtækið á bakvið Instagram og Facebook, ekki verið auðveld. „Ég er bara búin að vera svamlandi í drullupolli. Það skiptir ekki máli við hvern er talað, það benda allir á hvorn annan. Allir benda á næstu deild og enginn vill gefa neitt upp.“ Atvinnumissir og áfall Guðrún Veiga segir þetta hafa verið áfall. „Við erum ekki að tala um sjálfskipað frí. Þó það séu auðvitað margir sem líta ekki á áhrifavalda sem atvinnugrein, þá er þetta atvinnumissir fyrir mig. Fótunum var kippt undan mér á núll einni,“ segir hún. Óljóst er hvort þetta mál muni hafa tekjumissi í för með sér en Guðrún Veiga er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki. „Ég er í föstu samstarfi við sautján fyrirtæki og hef verið síðan árið 2018. Á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust og skilningur. Við erum ekki tala um samninga sem er rift einn, tveir og tíu. En auðvitað er fylgjendatala eitthvað sem fyrirtæki horfa í. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer, hvernig nýi aðgangurinn fer af stað,“ segir Guðrún Veiga. Þeir sem vilja fylgjast með Guðrúnu Veigu geta fundið hana undir notendanafninu gudrunveiga á Instagram.
Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira